Myllumerkið #MeToo fór á mikið flug á Twitter í gær en konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða beittar kynferðisofbeldi eru hvattar til að segja frá á samfélagsmiðlum undir merkinu.
Mikil umræða hefur verið um málefni þessu tengd eftir að tugur kvenna steig fram og sagði frá kynferðisofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinsteins.
Ein þeirra sem tekur þátt í átakinu er leikkonan Alyssa Milano en hún setti inn færslu á Twitter þar sem hún bað fylgjendur sína sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi um að svara með orðunum, MeToo. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 31 þúsund skilaboð verið sett við þráðinn.
If you’ve been sexually harassed or assaulted write ‘me too’ as a reply to this tweet. pic.twitter.com/k2oeCiUf9n
— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) October 15, 2017