Auglýsing

Kostnaður við starfslok Katrínar rúm 21 milljón: Aðstoðarmenn fá biðlaun

Heimildin sagði frá því í byrjun apríl að fyrrum forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, myndi þiggja biðlaun meðan á forsetaframboði hennar stæði. Um viku síðar var greint frá því að Katrín myndi afsala sér biðlaunum þar til á kjördag, 1. júní.

Alls er því kostnaður við starfslok fyrrum forsætisráðherra 21.147.548 kr.-

Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu og Alþingi fær Katrín annars vegar biðlaun í fjóra mánuði sem fyrrum forsætisráðherra, alls 5.962.060 kr og hinsvegar þingfararkaup 7.124.024 kr.

Aðstoðarmenn fá biðlaun

Þá fá fyrrum aðstoðarmenn Katrínar samtals 8.056.464 kr í biðlaun. Annar af fyrrverandi aðstoðarmönnum Katrínar afsalaði sér biðlaunum í tvo mánuði á meðan kosningabaráttunni stóð en þáði biðlaun í einn mánuð. Hinn fyrrum aðstoðarmaðurinn þiggur biðlaun í þrjá mánuði.

Alls er því kostnaður við starfslok fyrrum forsætisráðherra 21.147.548 kr.

Fyrir skömmu sagði Morgunblaðið einnig frá því að kostnaður Reykjavíkurborgar við borgarstjóraskiptin væri 18.398.840 kr. Þar kom fram að sam­kvæmt sund­urliðun í svari borg­ar­inn­ar fengi Dag­ur biðlaun borg­ar­stjóra í sex mánuði, alls 18.240.862 kr., en til frá­drátt­ar kæmu laun borg­ar­full­trúa og for­manns borg­ar­ráðs upp á 9.615.639 kr. Or­lof­s­upp­gjör við Dag kostaði síðan borg­ina 9.773.617 kr., þannig að heild­ar­kostnaður nem­ur 18.398.840 kr.

Um þessar mundir eru því tveir á launum borgarstjóra Reykjavíkur og tveir á launum forsætisráðherra, auk aðstoðarmanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing