Auglýsing

Kourani dæmdur í átta ára fangelsi: „Nú þarf að afturkalla þessa vernd“

Einn hættulegasti fangi landsins, Mohamad Kourani, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, ofbeldi gegn lögreglumönnum og fangavörðum ásamt fjölda annarra brota. Saksóknari í málinu, Friðrik Smári Björgvinsson, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani og því ljóst að dómarinn í málinu hefur ákveðið að Kourani ætti skilið þyngstu refsinguna miðað við beiðni saksóknara.

Það er því ljóst að kostnaður við mögulega vistun Kourani í átta ár hleypur á hundruðum milljóna íslenskra króna.

Samkvæmt heimildum Nútímans innan úr íslenska réttarvörslukerfinu fer nú fram endurskipulagning á vistunarúrræði Kourani á Litla Hrauni en líkt og við greindum fyrstir frá þá þarf gríðarlegan viðbúnað vegna hans. Fjórir til fimm gangaverðir þurfa að taka á Kourani á hverjum einasta degi og oft á dag. Viðbúnaður sem á sér enga hliðstæðu eða fordæmi í sögu íslensks réttarvörslukerfis. Þá sagði einn viðmælandi Nútímans, sem starfað hefur sem fangavörður í mörg ár, að „nú þarf að afturkalla þessa vernd.“

Viðbúnaður á Litla Hrauni vegna Kourani á sér enga hliðstæðu: „Þeir þurfa að vera í hnífavestum með hjálma til að eiga við hann“

Kastar saur og þvagi á fangaverði

Ljóst þykir að ef hin alþjóðlega vernd, sem Kourani hlaut sem sýrlenskur ríkisborgari árið 2018, verður ekki afturkölluð er um að ræða einn mesta kostnað við vistun fanga í sögu þjóðarinnar. Hjálmar, hlífðarbúnaður, kylfur og skildir eru á meðal þess búnaðar sem fangaverðir þurfa að nota á hverjum einasta degi þar sem Kourani ræðst ítrekað á þá ásamt því að kasta á þá saur og vatni.

Líkt og Nútíminn greindi frá og miðað er við stjórnlausa og ofbeldisfulla hegðun Kourani er vitað mál að hann er bæði hættulegur starfsmönnum Litla Hrauns og öðrum föngum sem þar afplána. En ef það þarf fjóra til fimm fangaverði til þess að eiga við Kourani, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á dag, þá má ætla að kostnaður vegna vistunar hans komi til með að slá öll met.

Mikill viðbúnaður var við Héraðsdóm Reykjaness vegna hegðunar Kourani // Mynd: DV

Kostnaður hleypur á hundruðum milljóna

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er meðalkostnaður ríkisins á fanga á Litla Hrauni 48.852 krónur á dag sem gera rúmar 17,8 milljónir á ári. Kostnaður vegna Kourani er hins vegar miklu meiri og rúmlega það. Inn í þessa upphæð vantar meira að segja ákveðin afleiddan kostnað sem fellur til í útgjöldum aðalskrifstofu Fangelsismálastofnunar sem sér um umsýslu fullnustu- og lögfræðimála, sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf – svo eitthvað sé tínt til.

Það er því ljóst að kostnaður við mögulega vistun Kourani í átta ár hleypur á hundruðum milljóna íslenskra króna. Heill gangur er undirlagður undir aðeins hann enda er honum ekki treyst í ljósi þess ofbeldis sem hann hefur nú þegar beitt fangaverði á Litla Hrauni. Samkvæmt heimildum Nútímans er álag á fangavörðum gríðarlegt og þá þykir viðbúnaðurinn vegna Kourani vera einsdæmi í sögu fangelsa á Íslandi. Fangaverðir hafa oft þurft að vígbúast vegna fanga en aldrei í þetta langan tíma. Heildarútgjöld Fangelsismálastofnunar voru rúmir 2,7 milljarðar árið 2023 en með vistun Kourani má draga þá ályktun að kostnaðurinn eigi eftir að hækka umtalsvert.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing