Auglýsing

Hættulegasti fangi landsins vill heita Thor Jóhannesson

Glæpamaðurinn Mohamad Kourani vill breyta um nafn og stefnir á að taka upp nafnið Thor Jóhannesson. Þetta segist fréttavefur Morgunblaðsins hafa fengið staðfest og er greint frá þessu á mbl.is en nafnið hefur þó ekki verið staðfest eða uppfært í Þjóðskrá.

Kourani dæmdur í átta ára fangelsi: „Nú þarf að afturkalla þessa vernd“

Líkt og Nútíminn hefur greint frá er Kourani einn hættulegasti fangi landsins og var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, ofbeldi gegn lögreglumönnum og fangavörðum ásamt fjölda annarra brota. Saksóknari í málinu, Friðrik Smári Björgvinsson, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani og því ljóst að dómarinn í málinu hefur ákveðið að Kourani ætti skilið þyngstu refsinguna miðað við beiðni saksóknara.

Samkvæmt heimildum Nútímans innan úr íslenska réttarvörslukerfinu fer nú fram endurskipulagning á vistunarúrræði Kourani á Litla Hrauni en líkt og við greindum fyrstir frá þá þarf gríðarlegan viðbúnað vegna hans. Fjórir til fimm gangaverðir þurfa að taka á Kourani á hverjum einasta degi og oft á dag. Viðbúnaður sem á sér enga hliðstæðu eða fordæmi í sögu íslensks réttarvörslukerfis. Þá sagði einn viðmælandi Nútímans, sem starfað hefur sem fangavörður í mörg ár, að „nú þarf að afturkalla þessa vernd.“

Viðbúnaður á Litla Hrauni vegna Kourani á sér enga hliðstæðu: „Þeir þurfa að vera í hnífavestum með hjálma til að eiga við hann“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing