Auglýsing

Krakkarnir í Gettu betur þekktu ekki Rollin’ með Limp Bizkit: „Ég er steinrunninn af elli“

Hvorki lið Verkmenntaskóla Austurlands né lið Menntaskólans á Ísafirði gat svarað spurningu um hljómsveitina Limp Bizkit í Gettu betur á mánudagskvöld.

????

Limp Bizkit var ein vinsælasta hljómsveit heims í kringum síðustu aldamót en virðist því miður ekki hafa náð að stimpla sig nógu rækilega inn. Hlustaðu á brot úr Gettu betur hér fyrir ofan.

Á Twitter var kynslóðin sem upplifði þegar nü metal tónlistarstefnan tók yfir heiminn ekki sátt

Eitt allra þekktasta lag Limp Bizkit var spilað í Gettu betur og áttu liðin að giska á flytjanda. „Við ætlum að giska á að þetta sé Beastie Boys,“ svaraði lið Menntaskólans á Ísafirði. Kolrangt svar þar á ferð en lið Verkmenntaskóla Austurlands var jafnvel lengra frá réttu svari: „Alice in Chains,“ svöruðu þau.

Sumir glöddust reyndar yfir þessu þekkingarleysi nemendanna

En hér má allavega hlusta á Rollin’ í öllu sínu veldi

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing