Auglýsing

Krefst upplýsinga um laun rannsóknarnefnda

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir yfir á Facebook í dag að hann ætli að krefjast upplýsinga um laun allra nefndarmanna í þremur rannsóknarnefndum Alþingis við þingbyrjun. „Einnig allra lögaðila sem fengu greiðslur frá nefndunum og annarra sem voru á launaskrá,“ segir hann. „Skattgreiðendur eiga fullan rétt á að fá upplýsingar um í hvað 1.500 milljónir króna af peningum þeirra fóru. – eftirlitslaust.“

 

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, hafði áður sagt í fréttum RÚV að þessi kostnaður yrði skoðaður rækilega. „Þetta er búið að kosta þjóðarbúið gríðarlega mikið, 1.500 milljónir, þessar þrjár rannsóknir sem Alþingi fór í á síðasta kjörtímabili,“ segir hún.

Við á þingi verðum nú að setjast niður og spyrja okkur hvort þetta sé þess virði, og hvort skýrslurnar séu það góðar að það megi draga af þeim einhvern lærdóm. Ég efast ekkert um fyrstu skýrsluna, bankahrunsskýrsluna, en þetta verðum við bara að skoða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing