Auglýsing

Krefur DV um 10 milljónir: Bréfið frá lögmanni Sveins Andra

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður krefur DV, Reyni Traustason ritstjóra blaðsins og blaðamanninn Viktoríu Hermannsdóttur um 10 milljónir króna vegna umfjöllunar um hann í helgarblaði DV í byrjun ágúst. Þetta kemur fram á vef RÚV. Sveinn Andri telur að það hafi verið vegið með alvarlegum hætti að friðhelgi einkalífs hans.

Í bréfi frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Sveins Andra, kemur fram að í umfjöllun DV hafi verið greint með mjög nákvæmum hætti frá viðkvæmum einkamálefnum Sveins, svo sem fjölskylduhögum, kynlífi, hugsanlegri fóstureyðingu, getnaði og fæðingu barns og meðlagsgreiðslum auk birtinga á tölvupóstum og beinum tilvísunum í Facebook-samskipti Sveins og stúlkunnar sem var í viðtali.

Þegar blaðamenn DV höfðu samband við umbjóðanda minn neitaði hann ítrekað að tjá sig þar sem um einkamál væri að ræða.

Í umfjöllun DV var fjallað um ástarsamband Sveins Andra og 16 ára stúlku. Sveinn Andri krefst 10 milljóna í skaðabætur, auk þess að vera beðinn afsökunar á umfjölluninni. Veittur er frestur til 6. september, en að öðrum kosti verði höfðað dómsmál.

Í svari Reynis Traustasonar við kröfunni kemur fram að hann sjái ekki ástæðu til þess að biðja Svein Andra afsökunar, né greiða honum bætur vegna málsins. Þá segir hann að Sveini sé „velkomið að tjá sig um málið í DV og útskýra sína hlið á ástarsambandi hans og 16 ára stúlku.“

Bréfið til DV má sjá hér í heild sinni. Smelltu til að skoða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing