Alþjóðlega kleinhringjakeðjan Krispy Kreme mun hætta starfsemi hér á landi. Ákvörðunin var tekin í samráði við Hagkaup og segir rekstrarstjóri fyrirtækisins á Íslandi hana vera þungbæra. Þetta kemur fram á viðskiptavef Vísis.
Sjá einnig: 4,6 milljónir kaloríur hurfu ofan í viðskiptavini Krispy Kreme, 18 þúsund kleinuhringir seldust á laugardag
Krispy Kreme opnaði hér á landi í nóvember árið 2016 og seldi um 18 þúsund kleinuhringi á sínum fyrsta degi í Smáralind. Útibúin eru nú þrjú talsins, í Kringlunni, Skeifunni og Smáralind.
Sjá einnig: Myndband: Michael Jordan bakar Krispy Kreme-kleinuhringi í Smáralind
„Langflestir hafa unnið með okkur frá því við opnuðum í nóvember 2016 og staðið sig alveg frábærlega. Þau eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu,“ segir Viðar Brink rekstrarstjóri staðanna í fréttatilkynningu.
Þetta er annar kleinuhringjastaðurinn sem kveður landið á árinu en í upphafi árs lokuðu allir Dunkin Donuts staðir á Íslandi.