Auglýsing

Kristinn Jakobs spjaldaði Zlatan þegar hann sló markametið

Framherjinn og vandræðagemsinn Zlatan Imbrahimovic varð í gær markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi. Zlatan skoraði 50. mark sitt í vináttuleik gegn Eistlandi og komst þar með fram úr Sven Rydell, sem skoraði 49 landsliðsmörk á ferli sínum. Metið hafði staðið óhaggað frá árinu 1932.

Merkilegt afrek en það er einnig merkilegt að dómari leiksins var Kristinn Jakobsson, einn besti fótboltadómari landsins. Ekki nóg með það, þá neyddist Kristinn til að spjalda Zlatan þegar hann sló þetta 82 ára gamla met, þar sem hann fagnaði afrekinu með því að rífa sig úr að ofan. Og það má ekki í fótbolta.

Ljósmyndarinn Árni Torfason var á staðnum og tók einnig fleiri góðar myndir.

Mynd/Árni Torfason

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing