Auglýsing

Íslenskur læknir segir að meirihlutinn í „heilsudeildinni“ sé mjög óhollt

„Það eru allir að reyna sitt besta. Foreldrar eru ekki að reyna að gefa börnunum sínum drasl þannig að þetta snýst mikið um fræðslu og að vita hvernig eigi að auka matvælalæsi. Það þarf eitthvað stjórnvaldsinngrip til að reyna að stýra því að vörurnar sem séu í búðunum séu ekki óhollar því fólk almennt treystir því að þegar það fer út í búð og er til dæmis í heilsudeildinni, þó 90% af því sem þar er sé óhollt þá er það í heilsudeildinni og heldur að það sé að kaupa eitthvað hollt,“ segir Kristján Þór Gunnarsson læknir sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni.

„…maður getur verið rosalega þakklátur að það sé til það mikil sérhæfing að það geti einhver skorið þig upp og skipt um kransæðarnar í þér“

„Þessi trix eru svo augljós. Þú getur bara farið í morgunkornadeildina og horft á pakkana – það er búið að merkja pakkana með hjarta eða trefjaríkt eða inniheldur mikið af steinefnum og hinn almenni borgari sem er kannski ekki mikið að pæla í þessu eða hefur ekki forsendur til þess hann bara treystir því að þetta sé gott sem það er alls ekki. Gætir alveg eins verið að fá þér Coco Puffs. Þetta snýst líka um það að fólk átti sig á því að það þurfi hjálp til að breyta samfélagsgerðinni þarna – það sé ekki talið eðlilegt að borða mat sem flokkast sem eftirréttur í flest mál dagsins.“

Kristján Þór fer um víðan völl í viðtalinu og ræðir til að mynda um lyf og meðferðir sem notast er við í dag og segir þau mjög mikilvæg við þeim sjúkdómum sem herja á fólk þegar það er komið í mjög slæma stöðu.

Nútímalæknisfræði frábær í að leysa bráð vandamál

„Mjög mikið af lyfjum og meðferðir sem við höfum í dag við þessum sjúkdómum eru mikilvæg því það er komið í þessa aðstöðu. Eitt dæmið eru þessi þyngdarlyf eins og Ozempic og Wegovy og svo framvegis. Það eru í rauninni mjög góð lyf því það er fullt af fólki sem er að glíma við þetta ástand í dag þar sem ekkert annað hefur virkað en það sem fókusinn ætti að vera á afhverju þetta er allt að gerast. Við þurfum að einbeita okkur að, eins og hann er að segja, börnunum. Við þurfum að breyta samfélagsgerðinni. Þetta heldur bara áfram að versna. Mér finnst mikilvægt að það komi fram að, svo fólk sé ekki að halda að ég sé á móti lyfjum sem ég er til dæmis ekki því þetta eru lífsbjargandi lyf, en megum ekki gleyma því að það er augljóslega eitthvað sem við þurfum að laga,“ segir Kristján Þór sem hrósar nútímalæknisfræði og segir hana frábæra í að leysa bráð vandamál en að það þurfi að byrja á réttum enda.

„Nútímalæknisfræði er frábær í að leysa bráð vandamál og maður getur verið rosalega þakklátur að það sé til það mikil sérhæfing að það geti einhver skorið þig upp og skipt um kransæðarnar í þér eða það sé einhver sem að getur þrætt í gegnum nárann á þér og upp í heila og tekið blóðtappa – að það sé einhver svo sérhæfður að hann geti virkilega gert það og bjargað lífi þínu. En okkur vantar kannski fleiri á þennan lýðheilsuenda þar sem er verið að fyrirbyggja og grípa fólk áður en þetta verða endastigssjúkdómar.“

Þá ræðir hann einnig um Robert F. Kennedy og segir hugmyndir hans mikilvægar þó svo að hann hafi, eins og margir aðrir, haldið að hann væri ekkert nema rugludallur sem væri á móti bólusetningum. Þetta og margt fleira í mjög fróðlegu viðtali hjá Frosta sem hægt er að horfa á og hlusta með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing