Kristjana Arnarsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Kristjana tekur við af Birni Braga Arnarssyni sem sagði starfi sínu lausu fyrr í vetur. Greint var frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Sjá einnig: Björn Bragi hættir sem spyrill í Gettu Betur: „Með þessari ákvörðun vil ég axla ábyrgð í verki“
Kristjana verður fjórða konan til að stýra Gettu betur en hún hefur starfað sem íþróttafréttakona á RÚV frá árinu 2016. Þá var janfnframt greint frá því Ingileif Friðriksdóttir verður nýr dómari og spurningahöfundur.
Viðtal við Kristjönu, sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, má heyra í heild sinni hér.