Rapparinn Kristmundur Axel Kristmundsson hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að hóta lögreglumanni. Kristmundur hótaði því að taka lögreglukylfur af lögreglumanni og „valda honum líkamsmeiðingum.“ Frá þessu er greint á DV í dag.
Kristmundur skaust fyrst upp á stjörnuhiminn árið 2010 þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna með íslenskri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven.
Hann komst í fréttirnar í fyrra þegar hann birti myndbönd af fíkniefnaneyslu sinni á samfélagsmiðlinum Snapchat. Samkvæmt heimildum DV ákvað Kristmundur að taka sig á og fara í meðferð í kjölfarið. Undanfarið hefur Kristmundi gengið allt í haginn en hann eignaðist dóttur í byrjun síðasta mánaðar.