Auglýsing

Kristófer fékk Ólívur á blaði frá sjálfum Þorsteini Guðmundssyni: „Ég sel þetta aldrei”

Kristófer Alex Guðmundsson datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar að hann fékk gefins upprunalega handritið af einum þekktasta grínskets Íslandssögunnar frá sjálfum Þorsteini Guðmundssyni.

Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson birti mynd á Twitter síðu sinni af handriti áramótaskaupsins frá árinu 2006. Á myndinni má sjá uppkast af sketsinum Ólívur. Í sketsinum sem má sjá neðst í fréttinni, leika Þorsteinn Guðmundsson og Jón Gnarr.

Kristófer svaraði Þorsteini og spurði hvað hann þyrfti að gera til þess að eignast þetta blað. Þorsteinn sagði að hann mætti eiga það.

Þorsteinn stóð við stóru orðin og sendi blaðið á Kristófer. Nokkrum dögum síðar var blaðið komið, innrammað, upp á vegg hjá Kristófer.

Kristófer segir í samtali við Nútímann að hann hafi rekist á Þorstein skömmu síðar og þá hafi hann náð að þakka honum almennilega fyrir.

„Hann var að labba með hundinn sinn og ég kannaðist við hann. Greyið brá ábyggilega þegar einhver ókunnugur strákur kallaði á eftir honum. Ég þakkaði honum bara fyrir og hann sagði mér að njóta vel, sem ég geri.”

Kristófer segir að blaðsíðan sé eftirsótt en hann ætli sér ekki að selja hana.

„Þetta er eiginlega frekar magnað. Það eru margir búnir að hafa samband og bjóða í þetta en ég sel þetta aldrei, enda var þetta gjöf.”

Sketsinn má sjá hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing