Auglýsing

Kristrún fer varlega í umræðunni um innflytjendur: „Það sem er flóknast er hvernig þú talar um þessi mál“

Kristrún Frostadóttir er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún segist vilja eyða mýtunni um að vinstrimenn geti ekki farið með fjármál ríkissins og vill fá heiðarlega umræðu um hvernig skattar eigi að vera hagstjórnartæki. Kristrún segir stjórnmálamenn ekki geta fríað sig af ábyrgð verðbólgu og hárra vaxta.

Hún ræðir stefnu sína og Samfylkingarinnar og hvað hún vilji gera komist flokkurinn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Hún ræðir útlendingastefnuna sem mörg flokkssystkyni hennar hafa verið ósátt við og talar líka um þá hörðu stefnu sem flokksbróðir hennar Keir Starmer hefur tekið gegn upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu í Bretlandi svo eitthvað sé nefnt. Kristrún segir forsætisráðherra Bretlands í flókinni stöðu – stjórnmálamenn þurfi að geta hlustað á fólk og megi ekki gera lítið úr áhyggjum þeirra.

Ótrúlega fín lína

„Annarsvegar þarftu að geta hlustað og ekki talað á fólk og ekki gert lítið úr þeirra áhyggjum og velt því fyrir þér afhverju þessar aðstæður eru að skapast afhverju fólk er að hafa svona miklar áhyggjur af þessu. Er það vegna þess að í grunninn er þetta vont fólk eða er það vegna þess að það hefur einhverjar ástæður fyrir því. Kannski er það vegna þess að við brugðumst í húsnæðismálum og þess vegna upplifir það að þetta sé tengt þessum eða kannski eru bara sterk rök fyrir þessu eða áttu að segja fólki að það séu vondar manneskjur og það eigi ekki að hafa þessar hugmyndir. Augljóslega er það ekki leiðin en þetta er samt ótrúlega fín lína,“ segir Kristrún meðal annars í þessu áhugaverða viðtali.

Nútíminn birtir hér fyrir neðan brot úr viðtalinu með góðfúslegu leyfi Brotkasts en þar er rætt um Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og til hvaða aðgerða hann greip til í kjölfar mótmælaöldu sem reið yfir Bretland.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing