Auglýsing

Króli mætti hroka og hæðni þegar hann gagnrýndi „blackface” gervi hljómsveitar á Húsavík

Rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, þekktur sem Króli, lenti í leiðinlegu atviki á Mærudögum á Húsavík þegar hann benti hljómsveitinni The Heffners á það að Blackface gervi þeirra væri ekki í lagi. Króli segir í Facebook færslu að hann hafi mætt hroka í svörum hljómsveitarmeðlima.

Króli segist hafa bent þeim á kurteisan hátt að þetta væri ekki í lagi en rólegur tónn í rödd hans hafi horfið þegar hann fékk svör frá hljómsveitinni.

Þau sögðu að hann væri bara að misskilja, þau væru að heiðra en ekki móðga, þetta væri ekki niðrandi, að blökkumaður í hljómsveitinni „gúdderi þetta” og að þegar að Robert Downey jr hafi gert þetta hafi fólki fundist það í lagi.

Þau sögðu einnig að þeim væri sama þó að „fólkið að sunnan” myndi tala eitthvað á netinu þegar að Króli benti þeim á að athæfið myndi fá harða gagnrýni á þessum frekar vel upplýstu tímum.

Króli segir að einn meðlimur hljómsveitarinnar hafi bent honum á að þetta væri svipað og að setja upp gervibumbu. Hann segir að þetta hafi minnt hann á „taktlausa steggjun” sem átti sér stað í Druslugöngunni í gær.

Hann segist ekki vilja vera jafn þröngsýnn og hljómsveitin og segja að allt bæjarfélagið sé blint en Húsvíkingar hafi samt sem áður staðið hnarreystir eftir ítrekaðar viðvaranir hans um að þau væru að skandala yfir sig, svarað honum með hæðnistón og flissað.

„Í frekar flottu bæjarfélagi eins og þessu er greinilega létt að “normílísaera” eitthvað sem er bara alls ekki í lagi,” segir hann.

Þau börn sem alast upp við þetta á Húsavík og sjá The Heffners spila á Mærudögum ár eftir ár vona ég svo innilega að sjái og læri hvað þetta er rangt.

Hljómsveitin The Heffners tilkynntu Króla það að þau hefðu verið að spila frá því áður en að hann fæddist og sögðust stolt ætla að vera á sviðinu aftur að ári, í sama rasíska dressinu. Króli segist gáttaður á því að þetta sé að gerast á Íslandi árið 2018.

Færslu Króla má sjá í heild sinni hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing