Staðfest hefur verið að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu Brjánsdóttur.
Krufning leiddi í ljós að um Birnu var að ræða. Lögregla hafði áður talið það mjög líklegt að skera þurfti úr um það með formlegum hætti.
Sjá einnig: Skilríki Birnu fundust í ruslafötu um borð í Polar Nanoq, dánarorsök Birnu ekki gefin upp
Lík Birnu var krufið í fyrradag en lögregla verst allra fregna af bráðabirgðaniðurstöðum eftir krufninguna og tjáir sig ekki um hver mögulega dánarorsök hennar.
Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi heita Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen. Annar þeirra var yfirheyrður í gær.
Þeir eru grunaðir um að hafa myrt Birnu í rauða bílaleigubílnum sem þeir höfðu til umráða.
Blóð úr Birnu fannst í bílnum sem sést á eftirlitsmyndavélum í miðborg Reykjavíkur og við Hafnafjarðarhöfn.