Á morgun, fimmtudag mun Knattspyrnusamband Íslands kynna nýjan landsliðsbúning sem karlalandsliðið í fótbolta mun leika í á HM í sumar. Að því tilefni hefur sambandið sett saman stutt myndband sem sýnir sögu búningsins frá árinu 1946. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Sjá einnig: Frumsýndu örlítið brot af nýja landsliðsbúningnum í beinni útsendingu á RÚV
Mikil spenna ríkir fyrir nýja búningum sem kynntur verður á blaðamannafundi á morgun klukkan 15:15. Það eina sem vitað er um búninginn er að hann verður blár með hvítum kraga en örlítið brot var sýnt í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV í byrjun mánaðar.
??Our kit launches tomorrow ??
▶️Here is a look at the history of our kit.
?️March 15
⏰15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018