Auglýsing

Vegleg opnunarhelgi á Villibráð

Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur var frumsýnd um helgina og ljóst að áhugi er mikill á myndinni sem er í fyrsta sæti aðsóknarlistans. 5,605 gestir sáu myndina yfir helgina, en alls 6,355 með forsýningum.

Þetta er mun stærri opnunarhelgi en hjá vinsælum nýlegum myndum eins og til dæmis Allra síðustu veiðiferðinni, Saumaklúbbnum, Ömmu Hófí og Síðustu veiðiferðinni, en nokkuð minni en á Leynilöggu. Með fyrirvara um að ekki er alltaf beint samhengi milli opnunarhelgar og endanlegrar aðsóknar má ætla að myndin geti farið yfir þrjátíu þúsund gesti.

Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.

Tvær aðrar íslenskar myndir frá fyrra ári eru enn í sýningum. Sumarljós og svo kemur nóttin hefur nú fengið alls 4,208 gesti eftir þrettándu helgi. Jólamóðir hefur fengið 1,394 gesti eftir aðra sýningarhelgi.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing