Auglýsing

Kvenkyns leiðsögumanni skipt út fyrir karlkyns eftir að ferðamennirnir fóru fram á það

Kona var látin víkja fyrir karlkyns leiðsögumanni í síðustu viku eftir að ferðamennirnir fóru fram á það. Þetta kemur fram á vef RÚV en sambærilegt mál kom upp í lok maí. Samkvæmt frétt RÚV hafði konan sjálf samband við Jafnréttisstofu og tilkynnti málið.

Bergljót Þrastardóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir í samtali við RÚV að um klárt lögbrot sé að ræða og að konan sem tilkynnti málið segi það ekki einsdæmi. „Hún talar um að þetta sé svolítið viðloðandi,“ segir Bergljót á vef RÚV.

Hún var mjög ósátt af því að þetta er að gerast ekki bara með hana heldur líka aðrar konur í bransanum.

Bergljót segir í frétt RÚV að við þessar sé konunum skipt út fyrir karla og að þær missi við þetta af tekjum. Jafnréttisstofa hafði í kjölfarið samband við Ferðamálastofu og hvatti til aðgerða af þeirra hálfu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing