Auglýsing

Kvikmyndin Afinn frumsýnd í september

Kvikmyndin Afinn með Sigga Sigurjóns í aðalhlutverki verður frumsýnd 26. september næstkomandi.

Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir. Kvik­mynd­in seg­ir frá Guðjóni sem lifað hef­ur ör­uggu lífi en allt í einu blas­ir eft­ir­launa­ald­ur­inn við hon­um. Erfiðleik­ar koma upp í hjóna­band­inu og hann þolir ekki tilvonandi tengdasoninn, sem Steindi jr. leikur. Í ör­vænt­ingu sinni í leit að lífs­fyll­ingu og til­gangi ligg­ur leið hans meðal ann­ars til Spán­ar, í heim­speki­deild Há­skóla Íslands og á Land­spít­al­ann. Myndin er byggð á hinu geysivinsæla og samnefnda leikriti Bjarna Hauks.

Í öðrum hlutverkum eru Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda Björnsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Jón Gnarr Jónsson, sonur fyrrverandi borgarstjórans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing