Auglýsing

Kviknaði í bryggjunni á Dalvík eftir flugeldasýningu á Fiskidögum

Eldur kom upp á Dalvík upp úr miðnætti í gær í kjölfar flugeldasýningar á Fiskidögum. Árlegum stórtónleikum á Fiskidögum lauk með flugeldasýningu sem olli því að kviknaði í Bryggjunni.

Eldurinn kom upp í dekkjum sem hanga utan á bryggjunni. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og náði að slökkva eldinn á skömmum tíma.

Veðuraðstæður voru eins og best var á kosið til þess að slökkva eldinn en blankalogn var þegar eldurinn kom upp og liðaðist reykurinn beint upp í loftið. Það var aldrei nein hætta á ferðum og engan sakaði.

Eldurinn kom þó tónleikagestum í opna skjöldu. Tónleikagestur sem Nútíminn ræddi við segir að fólk hafi safnast saman og horft á eldinn, ekki hafi allir verið vissir um hvort þetta væri slys eða hluti af sýningunni.

Að öðru leyti fóru Fiskidagar vel fram í ár. Talið er að gestir hafi verið á fjórða tug þúsund.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing