Forbes greindi frá því á dögunum að Kylie Jenner er yngsti sjálfskapaði milljarðamæringur allra tíma. Hún tekur við titlinum af Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, sem var 23 ára þegar hann hlaut titilinn. Kylie, sem er aðeins 21 árs gömul, stofnaði snyrtivöru stórveldið sitt Kylie Cosmetics árið 2015. Áður en Kylie stofnaði fyrirtækið var hún þekkt fyrir þættina Keeping up with the Kardashians sem skutu henni, ásamt allri fjölskyldunni hennar, upp á stjörnu himininn. Fyrir utan þættina og snyrtivöru stórveldið er Kylie einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna.
— Forbes (@Forbes) March 5, 2019
Af þeim 41 á lista Forbes yfir sjálfskapaða milljarðamæringa undir fertugt var Kylie eina konan á listanum. Hinar konurnar á listanum yfir milljarðamæringa undir fertugt voru ekki sjálfskapaðar þar sem þær erfðu sínar fjárhæðir. Líkt og Vísir.is greindi frá er það umdeilt meðal manna hvort að Kylie sé í rauninni sjálfskapaður milljarðamæringur þar sem hún hefur notið góðs af því að tilheyra Kardashian fjölskyldunni. Þrátt fyrir það að titillinn „sjálfskapaður“ sé umdeildur hefur Forbes ekki tekið mark á slíkum ummælum.
Here's what Forbes means by self-made: https://t.co/JbnZCF8d4Y #ForbesBillionaires pic.twitter.com/qQ46WnFw7s
— Forbes (@Forbes) March 5, 2019