Auglýsing

Kylie Jenner yngsti sjálfgerði milljarðamæringur allra tíma

Kylie Jenner er á hraðleið með að verða yngsti sjálfgerði milljarðamæringur allra tíma. Hún prýðir forsíðu tímaritsins Forbes  en samkvæmt því er virði hennar 900 milljónir bandaríkjadala eða um 100 milljarðar íslenskra króna.

Tímaritið gerir ráð fyrir að virði hennar fari yfir 1 milljarð bandaríkjadala inann næsta árs en hún verður þá yngsti sjálfgerði milljarðamæringur allra tíma, óháð kyni. Kylie verður 21 árs þann 10. ágúst næstkomandi en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, á fyrra metið. Hann varð milljarðamæringur 23 ára að aldri.

Kylie slær systur sinni Kim Kardashian West rækilega út en Forbes metur virði hennar á „aðeins“ 350 milljónir bandaríkja dala eða 37 milljarða íslenskra króna.

Kylie byggði viðskiptaveldið sitt upp á innan við þremur árum en snyrtivörufyrirtæki hennar Kylie Cosmetics er metið á 800 milljónir bandaríkjadala eða 85 milljarða íslenskra króna.

Tímaritið fer ofan í saumana á því hvernig hún getur átt 100 prósent hlut í snyrtivörufyrirtækinu. Hún útvistar framleiðslunni til framleiðslufyrirtækisins Oxnard og selur vörurnar í gegnum netverslunina Shopify. Alls vinna sjö starfsmenn hjá henni í fullri vinnu og fimm í hlutastarfi.

Samfélagsmiðlar spila einnig stórt hlutverk í velgengni Kylie en hún hefur getað notað Instagram og Twitter og fleiri miðla til að stækka fyrirtækið hratt.

Aðdáendur raunveruleikastjörnunnar eru ánægðir með sína konu og lofa hana í hástert

Móðir hennar og systir óska henni einnig til hamingju

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing