Auglýsing

Kynferðisbrotamaður með sérstakt samkomulag við Árbæjarlaug til að komast í sund

Einstaklingur sem dæmdur hefur verið fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur 17 ára drengjum er með sérstakt samkomulag við Árbæjarlaug um að fá að komast í sund á kvöldin, þegar engin börn og unglingar eru í lauginni. Þetta kemur fram á vef Hringbrautar.

Þar er haft eftir Hafliða Hilmarssyni, forstöðumanni laugarinnar að maðurinn fái að vera lengur í lauginni til þess að getað verið einn í klefanum eftir lokun á meðan starfsfólk þrífur laugina.

Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot eftir að hann áreitti tvo stráka í Laugardalslaug. Hafliði vitnar í það mál og segir að hann hafi verið með einhvern dónaskap við tvo stráka í pottinum, hann ætli ekki að dæma sjálfur um alvarleika brotanna.

Á Hringbraut er haft eftir fastagesti Árbæjarlaugar að hann hafi kvartað yfir manninum við vaktstjóra laugarinnar. Honum hafi ekki þótt þægilegt að vita af manninum í návist barna.

„Ég sá þennan mann og þekkti hann strax og vissi að hann hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum. Ég var sjálfur með börnin mín þarna og fannst það afar óþægilegt að sjá hann þarna. Maður er ekki mikið að slaka á í heita pottinum með hann þarna í kringum börnin manns,“ segir fastagesturinn á Hringbraut.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing