Auglýsing

Kynferðisleg blóðbaðsfantasía Maroon 5 gagnrýnd

Nýtt myndband hljómsveitarinnar Maroon 5, við lagið Animals, er harðlega gagnrýnt af samtökunum RAINN, sem styðja brotaþola kynferðisofbeldis.

Myndbandið kom út á mánudag. Í því sést Adam Levine, söngvari Maroon 5, leika blóðugan slátrara og eltihrelli sem brýst inn á heimili konu og leggst upp í rúmið hennar þar sem hún sefur. Konan er leikin af eiginkonu Levine, Behati Prinsloo. Myndbandið breytist svo í einhvers konar kynferðislega blóðbaðsfantasíu.

Katherine Hull, upplýsingafulltrúi RAINN, sagði í yfirlýsingu í gær að myndbandið væri stórhættuleg túlkun á draumórum eltihrellis.

Enginn ætti að rugla glæpsamlegri hegðun eltihrellis saman við rómantík. Gjaldfelling slíkra glæpa ætti ekki að eiga sér stað í skemmtanabransanum.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing