Bubbi Morthens hefur undanfarnar vikur sagt áhugaverðar smásögur á Twitter sem vakið hafa mikla athygli. Sögurnar eiga sameiginlegt vera úr litríki fortíð Bubba en hann segir í samtali við Nútímann að þær séu allar sannar. Þá reiknar hann með að gefa þær einn daginn út í bók.
Kynlíf, eiturlyf og brjálaðir kærasta koma fyrir í sögum Bubba en hann segist vilja sýna fram á að það sé hægt að nota Twitter sem listform. „Þú þarft að þjappa stórum sögum saman í örfá orð og fanga mómentið,“ segir Bubbi en sögurnar eru flestar frá þeim tíma sem Bubbi var í eiturlyfjaneyslu.
Ég hef lifað hart og prófað allan andskotann og þetta eru bara minningar frá þeim tíma sem ég var ekki edrú.
Hann reiknar með að birta fleiri sögur næstu daga og vikur. Hann segir það ögra sér sem listamanni að segja stórar sögur í fáum orðum. „Ég er búinn að vera að drafta niður bransasögur en íslenski tónlistarbransinn er stútfullur af allskonar myrkri. Ég hugsa að ég gefi þetta svo út í bókaformi.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af sögum Bubba sem hafa slegið í gegn á Twitter
Minning 1988 Afríka ég og vinur minn inní kofa kaupa gras hann vill bara selja kíló á 500 kr ís dúddinn rúllar Jónu úr bresku dagblaði stærsta Jóna efer ég segi við vin minn tökum bara einn smók sem við gerðum smókurinn dugði til Spánar og kílóið komst heim dugði í meira en í ár
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) November 22, 2017
Minning vond 1982 blokk Akueyri parttý fór í bað með dömu læstum að okkur á meðan kom kærastinn hennar í partíið honum sagt hún væri með mér þarna inni hann brjálaður á dyrunum við fram hann slær mig ég segi átti þetta skilið en ef þú slærð mig aftur lem ég þig hann hún fóru
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) November 21, 2017
Minning hótel borg 1982 á leið á svið stelpa grípur í klofið á mér hvæsir ríddu mér á eftir ég svara já Egó klárar sitt ég á leið inn í legurbíl þá kemur hún hlaupandi kallar ertu góður í rúminu leigbílstjórinn svarar hann er pottþétt það ég færði mig hún inn
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) November 19, 2017
1981 línur á spegli ég nakin sænsk söngkona segir þú ert klikkaður svara já veit á að vera á sviði í sænsku óperunni eftir hálftíma mæti ber að ofan berfættur á svið með rafgítar heyri kallað frá sinfó liðinu á íslensku úr gryfjunni þjóðarskömm ?
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) November 17, 2017