Lykill býður þér nú valkost að leigja bíl í stað þess að kaupa og lágmarka þá bæði kostnað og áhættu við rekstur bílsins. Það getur verið þægilegra að leigja bíl í staðinn fyrir að eiga.
Hér eru fjórar góðar ástæður.
4. Viðhald er dýrt
Óvæntur kostnaður er yfirleitt pirrandi vegna þess að hann er óvæntur. Innifalið í leigunni er þjónusta, viðhald, dekk, tryggingar og bifreiðagjöld – þú borgar bara eina greiðslu á mánuði.
3. Bílar falla í verði
Það er stundum grínast með að þegar maður keyrir á nýjum bíl af bílasölunni er bíllinn búinn að hrynja í verði. Þú þarft ekki að pæla í þessu enda endursöluáhættan engin – Lykill á bílinn.
2. Það er dýrt að leggja út fyrir bíl
Þú þarft ekki að safna fyrir bíl, enda er Lykill eigandi og umráðamaður – þú ert leigutaki. Við undirritun samnings leggurðu fram tryggingafé sem samsvarar þriggja mánaða leigu.
1. Það er dýrt að reka bíl
Þú átt kost á margskonar viðbótarþjónustu á betra verði í gegnum Lykil. Þú getur til dæmis fengið eldsneytiskorti frá Skeljungi með bílnum sem færir þér góð kjör á eldsneyti og rekstrarvöru fyrir bílinn.
Ef þetta hljómar sannfærandi eru hér nánari upplýsingar um Lykil.