Auglýsing

Hvað í fj@$¥€£% er þetta Bitcoin? Tilkoma Bitcoin felur í sér urmul tækifæra

Fundur undir yfirskriftinni „Hvað í fj@$¥€£% er þetta Bitcoin?“ verður haldinn í Íslandsbanka á morgun. Fundurinn hefst klukkan 8.15 og lýkur klukkan níu. Skráning á fundinn fer fram á vefsíðu Íslandsbanka en hann verður einnig í beinni útsendingu á Nútímanum.

Gísli Kristjánsson, framkvæmdastjóri Appvise og áhugamaður um Bitcoin, verður með framsögu og að henni lokinni ræðir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins við Gísla um málið og stýrir umræðum.

Már Másson, forstöðumaður Dreifileiða og nýsköpunar hjá Íslandsbanka, segir að þó svo að umræða um Bitcoin hafi tekið flugið í löndunum í kringum okkur undanfarið hafi minna farið fyrir slíkri umræðu hér á landi.

„Fréttaflutningur um Bitcoin snérist lengi vel um peningaþvætti og aðra glæpastarfsemi en ekki um notkun Bitcoin í hefðbundnum viðskiptum. Þetta hefur þó snarbreyst þar sem erlendir stórbankar og kauphallir eru farnir að gefa Bitcoin mun meiri gaum en áður,“ segir hann.

Sem dæmi má nefna á fjallar Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, um tilkomu Bitcoin í árlegu bréfi sínu til hluthafa (Letter to Shareholders) og mikilvægi þess fyrir stórbankann að skilja undirliggjandi tækni og tækifæri sem henni kunna að fylgja.

Már segir að þeir sem til þekkja hafi bent á að tilkoma Bitcoin feli í sér urmul tækifæra fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fjármálamarkaðinn og að tækifærin séu í raun stærri en menn gera sér grein fyrir í dag.

„Sumir hafa jafnvel líkt Bitcoin tækninni við tilkomu Internetsins og að tæknin marki því þáttaskil í fjármálastarfsemi og í raun öllum viðskiptum,“ segir hann.

Um er að ræða fjórða fundinn í fundaröðinni: Hvað geta bankar lært af öðrum. Fundirnir hafa verið í beinni útsendingu á Nútímanum en á þeim er því velt upp hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing