Streymisveitan bandaríska, Netflix frumsýndi í gær Kvikmyndina 22 JULY sem segir frá voðaverkunum sem áttu sér stað í Noregi þann 22. júlí 2011. Myndin er í leikstjórn Paul Greengrass en nokkrir Íslendingar koma að gerð hennar, þar á meðal Tómas Guðbjartsson eða Lækna-Tómas.
Sjá einnig: Lækna-Tómas í nýjum skets frá Landspítalanum: „Ég bjargaði þessum manni“
Það kemur væntanlega ekki mörgum á óvart en Tómas leikur lækni í myndinni. Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem kemur að gerð hennar en hún var að hluta til tekin upp hér að landi.
Margrét Einarsdóttir sér um búningahönnun myndarinnar, Tinna Ingimarsdóttir um förðun, Finnur Jóhannsson er framleiðslustjóri og Árni Gústafsson hljóðblandaði myndina. Þá sá Marta Luiza Macuga um leikmyndahönnun á Íslandi.