Verkfall lækna hefst í dag en þetta er í fyrsta skipti sem læknar á Ísland leggja niður störf til að knýja á um bætt kjör.
Læknafélag Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í morgun þar sem formaðurinn Þorbjörn Jónsson segir óhjákvæmilegt að aðgerðirnar valdi óþægindum: „Okkur þykkur þetta leitt.“
Í auglýsingunni segir Þorbjörn að kjarabarátta lækna snúist ekki bara um laun heldur einnig um eðlilega endurnýjun í læknastéttinni:
Á undanförnum árum höfum við misst hóp lækna úr landi. Það er mikil blóðtaka fyrir okkur öll. Meðalaldur lækna á Íslandi hækkar. Nýliðun í hópnum er nauðsyn. Augljóst er að í óefni stefnir ef fram heldur sem horfir.
Smelltu á auglýsinguna til að stækka hana:
Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.