Auglýsing

Læknir á kvöldgöngu með vinum stunginn með hníf í maga og háls

Læknir á fimmtugsaldri var stunginn í háls og maga af karlmanni á þrítugsaldri á föstudagskvöldið í Kópavogi. Atvikið átti sér stað á göngustíg við Sæbólsbraut í Kópavogi. Vísir greinir frá málinu og segir að læknirinn hafi verið á kvöldgöngu ásamt eiginkonu sinni og vinafólki þegar þau lentu í orðaskaki við karlmann á rafhlaupahjóli.

Samkvæmt heimildum Vísis kom karlmaður á þrítugsaldri akandi eftir göngustígnum en ekki er vitað hvað olli því að maðurinn dró upp hníf annað en að til orðaskaks kom milli mannsins og hjónanna.

Annar karlmaðurinn á fimmtugsaldri sem starfar sem læknir slasaðist alvarlega í átökunum. Hlaut hann stungusár bæði í háls og maga. Vinur hans sem náði samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa manninn sem var vopnaður hnífi undir fékk sár á hendi,“ segir í frétt Vísis.

Þá er rætt við Elínu Agnesi Kristínardóttur hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún segir atburðarásina enn óljósa. Skýrslutökur séu fram undan yfir árásarmanninum og karlmönnunum tveimur sem slösuðust en Vísir segir hnífamanninn í gæsluvarðhaldi til föstudags.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing