Auglýsing

Læti á tjaldstæðinu á Flúðum og slegist í Eyjum

Tölu­verður er­ill var hjá lög­regl­unni á Suður­landi í nótt og þá sérstaklega á tjald­stæðinu á Flúðum. RÚV greinir frá því að lögreglan hafi haft í nógu að snúast vegna almennrar ölvunar en þúsundir eru þar saman komnir í frábæru veðri.

Vísir greinir frá því að mikill erill hafi verið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Nokkur líkamsárásarmál komu upp og voru tveir fluttir á heilsugæslu til aðhlynningar. Árásirnar áttu sér bæði stað í Herjólfsdal og í miðbænum og einn er nefbrotinn.

Tveir gistu fangageymslur lögreglu vegna líkamsárásarmála og vær árásir hafa verið kærðar til lögreglu. Ekki fæst upp­gefið hvort til­kynnt hafi verið um kyn­ferðis­brot.

Á Ísafirði var rólegt rétt eins og á Akureyri en þar gistu þó tveir fangageymslur í nótt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing