Njáll Þórðarson, hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Lands og sona, lést síðastliðinn laugardag. Njáll sem var 44 ára hafði glímt við illvíglega ristilkrabbamein undanfarin ár.
Í Facebook síðu hljómsveitarinnar Land og sona kemur fram að tónleikum sveitarinnar sem áttu að fara fram á Hard Rock þann 30. júní næstkomandi hefur verið aflýst vegna þessa. Þar þakkar Hreimur Örn Heimisson söngvari sveitarinnar fyrir stuðninginn og sendir bestu kveðjur til aðdáenda sveitarinnar.
Jón Ólafsson tónlistarmaður minnist Njáls á Facebook síðu sinni í dag. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Njáll Þórðarson, kollegi minn, háði hetjulega baráttu við krabbamein en þurfti á endanum að játa sig sigraðan. Þetta er þyngra en tárum taki. Ég sendi aðstandendum hans og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir Jón.
Njáll lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur. Í andlátstilkynningu frá fjölskyldu Njáls í Fréttablaðinu í dag eru blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir dætur hans, kt. 210873-3179, reikn.nr. 0370-22-007331.