Auglýsing

Landris heldur áfram þrátt fyrir goslok: Von á öðru gosi á Reykjanesinu

Eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni þann 29. maí er lokið, en engin virkni hefur sést í gígnum frá 22. júní. Gosið stóð yfir í 24 daga og var fimmta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni síðan í desember 2023. Jafnframt er hraunbreiðan sem myndaðist sú stærsta að rúmmáli og flatarmáli.

Þrátt fyrir að ekkert hraun renni frá gígnum eru áfram töluverðar hreyfingar í hraunbreiðunni norðan Sýlingarfells vegna þess að enn er fljótandi hraun undir storknuðu yfirborðinu. Síðustu tvo sólarhringa hefur verið virkni í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð við Sýlingarfell og einnig í hraunbreiðunni norðan varnargarðsins. Áfram má búast við því að hreyfinga verði vart í hraunbreiðunni á næstu dögum þar sem það tekur töluverðan tíma fyrir þetta ferli að stöðvast.

Um það bil tíu dögum eftir að eldgosið hófst byrjaði landris í Svartsengi að mælast aftur sem bendir til þess að kvikusöfnun þar haldi áfram. Landrisið hefur verið stöðugt síðan þá en er nú hægara en það var á milli síðustu atburða. Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið og mælingar næstu daga og vikur munu hjálpa til við að túlka mögulega þróun jarðhræringanna.

Stærstu lífeyrissjóðir landsins keyptu í Bláa lóninu eftir að jarðhræringar hófust: „Þeir eyddu fjögur þúsund milljónum í miðju eldgosi“

Uppfært hættumat

Veðurstofan hefur gefið út uppfært hættumat. Það að síðasta gosi sé lokið hafði áhrif á breytingar á nokkrum svæðum. Hætta er metin lægri á öllum svæðum þar sem minni líkur eru á hraunflæði og gasmengun. Sérfræðingar VÍ mældu gasútstreymi frá gígnum á föstudaginn, 21. Júní, og var það mælt mjög lítið eða um 1 kg/s.

Smelltu hér til að sjá uppfært hættumat Veðurstofu Íslands og Almannavarna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing