Auglýsing

Landsþekktir grínistar sjá um Áramótaskaupið í ár: „Allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt“

Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sjá um Áramótaskaupið í ár. Arnór Pálmi mun leikstýra skaupinu annað árið í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV í dag.

Arnór segist hæstánægður með hópinn og að handritavinna gangi vel. Í hópnum séu bæði máttarstólpar í íslensku gríni og einstaklingar eins og Katrín Halldóra sem eru að stíga sín fyrstu skref og passi frábærlega í þennan hóp.

„Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kost­ar hell­ings vinnu, marga kaffi­bolla, nokk­ur rifr­ildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefni­lega hefð hjá okk­ur að kaupa eitt stykki af því eft­ir há­deg­is­mat og deila. Það er líka svo hent­ugt því það eru ein­mitt akkúrat sex mol­ar í því,“ segir hann.

Tökur á skaupinu hefjast um miðjan nóvember og sér Glassriver um framleiðsluna líkt og í fyrra.  Framleiðendur Skaupsins í ár eru Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnarssyni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing