Auglýsing

Leikari í Game of Thrones segir starfsmenn HBO hafa lekið fjórum þáttum

Leikarinn Siddig El Thahir segir að starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar HBO hafi sjálfir lekið nokkrum þáttum úr sjöttu seríu Game of Thrones.

Thahir fór með hlutverk Dr. Julian Bashir í sjónvarpsþáttunum Star Trek og hlutverk prinsins Doran Matrell í Game of Thrones. Hann ræddi við StarTrek.com um þá leynd sem hvílir yfir sjónvarpsþáttum áður en þeir fara í loftið.

Sjá einnig: Aðeins tvær þáttaraðir eftir af Game of Thrones

Leikarinn segir að landslagið hafi breyst verulega frá því að hann lék í Star Trek. Nú þurfi að gæta þess vandlega að engu sé lekið í gegnum samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instagram og YouTube.

Hann segir að leyndin geri mikið fyrir þættina.

Þeim mun meiri leynd, því sérstakari eru þeir.

Hann bætir við að framleiðendur Game of Thrones séu meðal þeirra sem nýti sér þetta.

Thahir segir að framleiðendurnir gefi aðdáendum rangar eða misvísandi upplýsingar til að afvegaleiða þá. Hann bendir á að þegar síðasta sería fór í loftið, sjötta þáttaröðin, hafi nokkrum af fyrstu þáttunum verið stolið og þeim lekið á netinu þannig að hægt var að sækja þá.

„Allir voru reiðir við HBO og hvaðeina,“ segir Thahir og segist vera næstum því viss um að þessum fjórum þáttum hafi verið lekið af sjónvarpsstöðinni sjálfri.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing