Auglýsing

Leikarinn Stefán Hallur stígur til hliðar í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni

Leikarinn Stefán Hallur Stefánsson hefur ákveðið að stíga til hliðar úr starfi sínu sem stundakennari við leiklistardeild Listaháskóla Íslands í kjölfa ásakana um kynferðislega áreitni. Þetta staðfestir Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands í samtali við DV.

Heimildir DV herma jafnframt að ásakanir á hendur Stefáni komi fyrir í #metoo sögum kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð. Steinunn Knútsdóttir, forseti sviðslistadeildar, segir Stefán hafa tekið ákvörðunina sjálfur. „Hann átti að leikstýra útskriftarárganginum í samstarfsverkefni okkar. Hann ákvað að draga sig úr því. Þetta tengist ásökununum,“ segir Steinunn í samtali við DV.

Stefán Hallur er ekki eini starfsmaður LHÍ sem stígur til hliðar í dag því eins og fram kom á Nútímanum í dag ákvað Stefán Jónsson, fagstjóri á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, að stíga til hliðar við leikstjórn lokaverkefnis útskriftarnema við skólannStefán segist hafa tekið ákvörðunina í kjölfar umræðunnar í kringum #metoo-byltinguna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing