Auglýsing

Leikkonan Steinunn ÓIína vill að kannabis verði löglegt á Íslandi: „Plantan er hrein snilld”

„Þađ er löngu kominn tími til ađ viđ endurhugsum þetta og leyfum fullorđnu fólki ađ ráđa því svolítiđ sjálft hvernig þađ linar sínar þjáningar,” segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóđandi, í nýjasta þætti Hampkastsins, umræđuþætti Hampfélagsins, en Steinunn Ólína mun í næsta mánuđi stýra tveggja daga ráđstefnu, Hampur til framtíđar, sem haldin verđur í Salnum í Kópavogi. Hún hefur sjálf reynslu af notkun lyfjahamps í gegnum mann sinn, Stefán Karl Stefánsson, sem háđi hetjulega baráttu viđ krabbamein en laut í lægra haldi áriđ 2018.

Steinunn Ólína segist mikinn áhuga hafa á kannabisplöntunni og sé því ákaflega spennt fyrir ráđstefnunni enda muni þar stíga á stokk þungavigtarfólk í iđnađinum og fjalla annars vegar um iđnađarhamp og hins vegar lyfjahamp. Hún segir sérstaklega áhugavert ađ fara muni fram umræđa um áhrif CBD og THC á líkamsstarfsemi kvenna, bæđi á tíđahringinn og hormónakerfiđ. „Lyfjaiđnađurinn hefur reynt ađ fletja út geđslag kvenna í stađ þess ađ konur læri ađ vinna međ þá ofurkrafta sem hormónakerfiđ okkar er. Ég held ađ kannabis eigi eftir ađ koma mjög sterkt inn sem lyf fyrir konur.” Hún vísar til þess ađ í frumbyggjamenningu víđa sé plantan álitin kvennaplanta og hafi veriđ notuđ til ađ lina þjáningar kvenna í fæđingu og viđ slæmum tíđaverkjum. Hún vonast til þess ađ heilbrigđisráđherra og starfsfólk úr heilbrigđisgeiranum sjái sér fært ađ mæta enda orđiđ mjög útbreitt ađ fólk noti lyfjahamp í lækningaskyni á ólöglegan hátt. „Sjálf þekki ég margt fólk sem þarf ađ fara afdalaleiđir til þess ađ nota CBD međ THC í lækningaskyni en þađ fær međ því bestu bótina og þetta er ótækt. […] Plantan er hrein snilld og gjöf til fólksins á jörđinni međ alla sína eiginleika. Ég vona ađ þađ sé ekki langt ađ líđa þar til lyfjahampur verđur löglegur undir einhvers konar eftirliti.”

Hefđi getađ svæft allan Vesturbæinn

Sjálf notar Steinunn Ólína ekki kannabis, segist hafa gert heiđarlega tilraun sem unglingur til ađ gerast hasshaus en ekki međ góđum árangri. „Mér fannst víman aldrei þægileg en ég reykti međ öđrum til ađ prófa. Þetta var aldrei mitt vímuefni. Ég lagđist aftur á móti í brennivíniđ af mikilli hörku,” segir hún og bætir viđ ađ hún sé löngu hætt ađ drekka áfengi. En þrátt fyrir ađ kannabis hafi ekki heillađ hana hefur Steinunn Ólína góđa reynslu af notkun kannabis því ađ eiginmađur hennar, Stefán Karl, greindist međ krabbamein áriđ 2016. „Þađ var í raun fyrir tilviljun ađ hann fór ađ nota kannabis til ađ lina sínar þjáningar. Þađ kom þannig til ađ ýmsir ræktendur í Reykjavík fóru ađ færa honum olíu, svona hreina RSO, Rick Simpson olíu, og á tímabili barst okkur svo mikiđ magn af gjöfum ađ viđ hefđum líklega getađ svæft allan Vesturbæinn ef ekki stór-Reykjavíkursvæđiđ. Og þá sá ég hvađ þetta lyf reyndist honum vel.”

Steinunn Ólína segir ađ þeim hafi veriđ fulljóst ađ lyfjahampurinn myndi ekki lækna hann af krabbameini en hafi engu ađ síđur reynst Stefáni Karli betur en ýmis önnur lyf. „Seinna áriđ þegar þađ var orđiđ erfitt fyrir hann ađ halda holdum og halda niđri mat, því ađ þađ var mikil ógleđi samhliđa lyfjameđferđunum og af þeim lyfjum sem hann vegna veikinda sinna varđ ađ taka, þá kom kannabis sterkt inn því ađ þađ sló áberandi og miklu betur á ógleđi en öll ógleđilyfin og þađ virtist einnig gefa honum líkamlega betri ró auk þess ađ þađ varđ til þess ađ hann hélt holdum. Kannabis er þekkt fyrir þađ ađ fólk verđur sólgiđ í eitthvađ matarkyns og hann var engin undantekning þar. Hann gat þrælađ í sig ís á kvöldin og hélt því holdum miklu lengur, því annars var þađ honum mikil raun ađ setja eitthvađ ofan i sig. Þađ var mikiđ inngrip inn í hans meltingarstarfsemi og kannabis gerđi þađ ađ verkum ađ hann hafđi meiri matarlyst.”

Ađspurđ segir hún ađ Stefán Karl hafi engin neikvæđ viđbrögđ fengiđ viđ því frá læknum eđa úti í samfélaginu ađ nota kannabis enda sé ekki litiđ svo neikvætt á þađ þegar í hlut eiga sjúklingar sem virkilega þurfa á lyfjahampi ađ halda. „Mörgum dugar CBD en ađrir þurfa THC og ég þekki fólk sem þjáđst hefur af krónískum ristilbólgum til dæmis og þar verđur THC ađ vera međ til ađ minnka bólgur og lina þjáningar. Þađ er í raun fáránlegt ađ hafa fólk á lyfjum sem veita ekki sömu líkn.”

Kannabisplantan verđi lögleg á Íslandi

Alþjóðlega ráðstefnan Hampur til framtíðar (e. Hemp for the Future) fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Salnum í Kópavogi. Þar leiða saman hesta sína fjölmargir virtir sérfræðingar, bæði íslenskir og erlendir, og fjalla um nýjustu vendingar þegar kemur að iðnaðarhampi og landbúnaði annars vegar og lyfjahampi hins vegar. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að fræðast, mynda tengsl við áhrifafólk í iðnaðinum og fá innsýn inn í það sem er að gerast og mun gerast í málefnum iðnaðarhamps og lyfjahamps í heiminum og á Íslandi.

Ráðstefnunni verður skipt niður á tvo daga, hvor með sínu umræðuefni. Á fyrri deginum verður fjallað um iðnaðarhamp frá öllum hliðum, til dæmis um þróun og nýjungar, sjálfbærni í ræktun og möguleika á vöruþróun. Síðari dagurinn verður helgaður lyfjahampi og verður sérstaklega horft til þeirra rannsókna sem staðið hafa yfir undanfarin ár og standa enn. Farið verður yfir lagalegt umhverfi og fjallað um áhrif lagabreytinga á samfélagið í heild.

Markmiðið með ráðstefnunni í október er að halda á lofti umræðunni um þau tækifæri sem felast fyrir Ísland í bæði iðnaðar- og lyfjahampi og tengja saman hagsmunaaðila á borð við löggjafa- og framkvæmdavaldið, heilbrigðisstarfsfólk, háskólafólk, fagfólk í iðnaðinum og áhugafólk um málefni hampsins. Það er von Hampfélagsins að með fræðslu verði hægt að ná settu markmiði félagsins, þ.e. að tryggja að kannabisplantan, og allar afurðir hennar, verði lögleg á Íslandi.

Miđasala fer fram á vefnum tix.is og í gegnum heimasíđu ráđstefnunnar hemp4future.is.

Viđtaliđ viđ Steinunni Ólínu má sjá í heild sinni í spilaranum hér ađ neđan. Hampkasatiđ má finna á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify!

Gunnar Dan Wiium, stjórnarmađur í Hampfélaginu, tók viđtaliđ, Mickael Lakhlifi sá um tæknimál og Andri Karel um fréttaskrif. Heimasíđa Hampfélagsins er hampfelagid.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing