Leikskólinn Sælukot í Reykjavík verður lokaður næstu daga eftir að mýs sáust í reglubundinni úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þetta staðfestir Heilbrigðiseftirlitið í samtali við fréttastofu RÚV sem greinir frá.
Í fréttinni kemur fram að leikskólinn verði ekki opnaður fyrr en mýsnar hafa verið veiddar í gildrur. Þá er einnig rætt við Gunnlaug Sigurðsson, leikskólastjóra Sælukots, sem segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavík hafi metið stöðuna það alvarlega að loka hafi þurft leikskólanum þar til þær hefðu allar verið veiddar í gildru.
Þá kemur fram að lokunin verði nýtt til þrifa á húsnæði og leikföngum.