Kanadíska leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í kvikmynd Will Ferrell um Eurovision. McAdams er stödd í Tel Aviv um þessar myndir til þess að kynna sér söngvakeppnina. Þetta kemur fram í bandaríska kvikmyndatímaritinu Variety.
Sjá einnig: Will Ferrell gerir mynd um Eurovision með Netflix
Kvikmyndin verður tekin upp í Lundúnum í sumar. McAdams hefur átt farsælan feril í Hollywood og leikið í myndum á borð við The Notebook, Mean Girls, Sherlock Holmes og Doctor Strange. Hún var þá tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Spotlight.
Hún og Ferrell léku bæði í kvikmyndinni Wedding Crashers árið 2005 en David Dobkin, sem leikstýrði þeirri mynd, mun einnig leikstýra Eurovision-myndinni.
Will Ferrell leikur aðalhlutverk myndarinnar en hann er einnig staddur í Tel Aviv í ár. Hann var einnig viðstaddur keppnina í fyrra og rakst meðal annars á Ara Ólafsson sem keppti fyrir hönd Íslands.
Sjá einnig: Ari Ólafs hitti Will Ferrell í Portúgal: „Er alveg í skýjunum — hitti idolið mitt!“