Auglýsing

Leitað að þremur hælisleitendum sem eiga að vera farnir úr landi, ekki algengt segir lögreglumaður

Ríkislögreglustjóri leitar að fimm hælisleitendum sem eiga að vera farnir úr landi en hafa ekki gefið sig fram við lögreglu eftir að hafa verið synjað um hæli hér á landi. Þeir eru frá Sýrlandi, Ghana og Íran og allir á milli tvítugs og þrítugs.

Tveir áttu að fara úr landi 19. september og sá þriðji 26. september.

Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að leitað væri að fimm hælisleitendum og að þeir væru í felum eða týndir. Ríkislögreglustjóri sér um að flytja þá úr landi sem fá ekki hæli á Íslandi.

Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir við Nútíminn að leitað sé að þremur hælisleitendum.

Hann segir að staða sem þessi, að hælisleitendur séu týndir eða gefi sig ekki fram, sé ekki algeng hér á landi.

„Við metum hvert mál fyrir sig og höfum ekki séð ástæðu til að lýsa eftir þessum þremur opinberlega hjá fjölmiðlum og samfélagsmiðlum,“ segir hann. Ríkislögreglustjóri lýsir eftir hælisleitendunum í innri kerfi lögreglu og sendir tölvupóst með nákvæmari upplýsingum til allra lögreglumanna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing