Auglýsing

Leitin að Arturi hefur engan árangur borið, lögreglan fundar með Landsbjargar

Eftirgrennslan Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í máli Arturs Jarmoszko hefur ekki enn borið árangur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Síðast sást til Arturs að kvöldi 28. febrúar, Hann hefur ekki notað greiðslukort sitt á þeim tíu dögum sem hans hefur verið saknað. Þá er einnig slökkt á síma hans.

Sjá einnig: Artur hefur ekki notað greiðslukortið sitt í tíu daga og er með slökkt á símanum

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að rætt hafi verið við fjölskyldu hans og vini til að reyna að varpa ljósi á ferðir og/eða fyrirætlanir Arturs. „Á litlu er að byggja enn sem komið er en málið er tekið föstum tökum hjá lögreglu sem skoðar m.a. tölvu- og símagögn í leit að vísbendingum,“ segir þar.

Lögreglan fundaði með Landsbjargar í dag en ákvörðun um leit að Arturi hefur ekki verið tekin.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing