Auglýsing

Leitin að Birnu: Svona er staðan á málinu

Leitin að Birnu Brjánsdóttur heldur áfram í dag en ekkert hefur spurst til hennar frá því aðfaranótt laugardags. Víðtæk leit hefur staðið yfir síðustu daga en þrír menn voru handteknir í tengslum við rannsóknina í gær.

Í dag kemur svo í ljós hvort mennirnir þrír verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Leitin heldur áfram.

Staðan á málinu er svona

  • Þrír skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq voru handteknir í gær, tveir í hádeginu og sá þriðji um kvöldið. Þeir voru færðir til yfirheyrslu eftir að togarinn kom í land í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
  • Leitað var í togaranum ásamt því að vitnaskýrslur voru teknar af áhöfninni.
  • Leitarfólk Landsbjargar var kallað út í gær til að halda áfram leitinni að Birnu. Leitað var áfram á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði og á vegaslóðum á Strandaheiði til að fylgja eftir vísbendingum frá almenningi.
  • Kafarar og tveir bátar frá Landhelgisgæslunni tóku þátt í leitinni.

Nútíminn hefur tekið saman tímalínu Birnu frá því hún yfirgaf Húrra og tímalínu rauða bílsins í eftirlitsmyndavélum:

Hægt er koma upplýsingum á framfæri í síma lögreglu 444 1000 eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing