Auglýsing

Leitin að Birnu: Óku um stíga og slóða á Kia Rio til að kanna hvert skipverjinn gæti hafa farið

Lögregla og leitarfólk hefur keyrt um slóða og stíga í grennd við höfuðborgarsvæðið á Kia Rio bifreið til að kanna hvar fært er fyrir slíka bíla í von um að átta sig á því hvert annar grænlenski skipverjinn með bílinn.

Lögreglunni hefur ekki tekist að finna út hvar bílaleigubíllinn var á milli kl. 7 og 11.30 laugardaginn 14. janúar, daginn sem í ljós kom að Birna Brjánsdóttir var horfin.

Sjá einnig: Leitin að Birnu: Það sem við vitum eftir daginn í dag

Fyrir liggur að bílnum var ekið út af hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar um sjöleytið þennan morgun og aftur inn á það um kl. 11.30. Ekki er vitað hvar bíllinn og maðurinn sem honum ók voru á þessum tíma.

Þar sem tímaramminn er nokkuð rúmur, eða tæpar fjórar klukkustundir, má reikna með að maðurinn hafi getað komist nokkuð langt á bílnum. Lögregla getur því ekki útilokað stóran hluta af suðvesturhorninu eða Borgarnes, Selfoss og Reykjanes.

RÚV greinir frá því að það vanti upplýsingar um 300 kílómetra sem rauða Kia Rio bílnum var ekið.

Þegar leitarsvæðið er afmarkað er einnig tekið tillit til þess kílómetrafjölda sem ekinn var á meðan skipverjinn hafði bílinn.

500 björgunarsveitamenn af öllu landinu hófu leit að Birnu kl. 9 í morgun.

Notaðir verða sex drónar, 22 fjórhjól og ellefu hundar auk fjölda bíla. Þetta er líklega umfangsmesta leit og mestir mannafli sem tekið hefur þátt í leit á vegum Landsbjarnar.

Almenningur er hvattur til að trufla björgunarsveitir ekki við leitina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing