Hrollvekjan The Shining var sýnd á kvikmyndahátíðinni Svartir sunnudagar í Bíó Paradís í gær.
Auglýsingastofan Brandenburg gerði stutta auglýsingu sem sýnd var undan myndinni. Dyrnar á lyftunni opnast, en enginn er í lyftunni. Einhverjir ættu að þekkja atriðið sem er úr myndinni The Shining. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Auglýsingastofan notaði ekki atriðið sjálft heldur teiknuðu starfsmennirnir allt í tölvu. Þurftu þeirað hafa hraðar hendur þar sem þau heyrðu ekki af sýningunni fyrr en á föstudaginn.
Uppátækið vakti mikla lukku meðal áhorfenda og uppskar hlátrasköll og klapp.