Leikkonan Lena Dunham er á forsíðu spænska tímaritsins Tentaciones. Hún er ekki ánægð með forsíðumyndina og sakar tímaritið um að nota Photoshop til að gera líkama sinn óþekkjanlegan.
Lena notaði Instagram til að koma skilaboðum áleiðis til tímaritsins og byrjaði að segja að það væri sannur heiður að vera á forsíðu blaðsins.
https://www.instagram.com/p/BCZE4J3i1Dl/?taken-by=lenadunham
„En líkami minn lítur ekki svona út,“ bætti hún við. „Líkami minn hefur aldrei litið svona út og mun aldrei líta svona út. Tímaritið hefur notað Photoshop meira en eðlilegt þykir. Ef þið hafið áhuga á því sem ég geri, af hverju ekki að vera hreinskilin við lesendur ykkar?“
Tímaritið svaraði Lenu með því að senda henni aðra útgáfu af forsíðunni þar sem myndin hafði ekki verið skorin út. Hún furðaði sig á sendingunni enda búið að afmynda líkama hennar á nákvæmlega sama hátt á þessari mynd með hjálp Photoshop.
https://www.instagram.com/p/BCat8Cui1Hp/?taken-by=lenadunham
„Ég skil að fullt af fólki samþykkti þessa mynd áður en hún fór í prentun og af hverju mynduð þið ekki gera það? Ég lít stórkostlega út,“ sagði hún í öðrum skilaboðum til tímaritsins.
Ég er ekki að kenna neinum um neitt, nema samfélaginu í heild. Saga mín og lagfæringa á myndum er löng og flókin. Ég vil búa í þessum villta heimi, spila leikinn og láta taka eftir mér en ég vil líka vera hreinskilin um hver ég er og hvað ég stend fyrir.
Hún endaði svo á að segjast ætla að þiggja áskriftina að blaðinu, sem henni var boðið.