Auglýsing

Lengd gossprungunnar helst óbreytt: Hraunrennsli til austurs og vesturs í átt að Grindavíkurvegi

Lengd gossprungunnar hefur haldist óbreytt síðustu klukkustundina samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftavirknin helst nú nokkuð jöfn og er mesta virknin við norðurenda gossprungunnar. Því er ólíklegt að gossprungan komi til með lengjast til suðurs. Ekki er hægt að útiloka að gossprungan geti lengst til norðurs.

Hraunrennsli er áfram til austurs og til vesturs í átt að Grindavíkurvegi. Ekkert hraunrennsli er til suðurs í átt að Grindavík.

Landhelgisgæslan mun fara í annað eftirlitsflug síðar í nótt.

Næsta uppfærsla á vef Veðurstofu Íslands verður með morgninum. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar mun birta færslur á Facebook síðar í nótt með nýjar upplýsingar af virkninni.

Veðurstofan hefur uppfært hættumat sem gildir til kl. 15 í dag, föstudaginn 23. ágúst.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing