Leikarinn Leonardo DiCaprio lagði ýmislegt á sig fyrir hlutverkið í kvikmyndinni The Revenant, eftir Alejandro Gonzalez Iñarritu. Og þegar við segjum „ýmislegt“ þá meinum við „margt alveg skelfilegt“.
Myndin gerist á 18. öld og segir frá Hugh Class sem slapp lifandi frá árás bjarnar í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Á leið sinni aftur til síns heima lenti hann í ýmsu sem DiCaprio túlkar í von sinni um að vinna loksins Óskarsverðlaun en hann hefur fjórum sinnum verið tilnefndur án þess að vinna.
Sjá einnig: Nýjasta æðið upphefur mjúka karlmenn: Pabbakroppurinn slær í gegn
DiCaprio segir í samtali við kvikmyndavef Yahoo að 30 eða 40 atriði í myndinni séu á meðal þeirra erfiðustu sem hann hefur þurft að takast á við.
Hvort sem það var að fara ofan ísköld fljót, sofa í hræum eða bara það sem ég þurfti að borða. Ég var alltaf í nístingskulda og óttaðist stöðugt að ofkælast.
Talandi um mat, þá var hann ekki að tala um matinn sem var í boði fyrir starfsfólk og leikara heldur lifur úr vísundi, sem persóna hans lagði sér til munns.
„Í myndinni sérðu viðbrögðin mín — Alejandro klippti þau ekki út. Þau segja allt sem segja þarf. Þau eru alveg raunveruleg,“ útskýrði DiCaprio.
The Revenant verður frumsýnd í desember.