Ökuþórinn Lewis Hamilton heimsótti Ísland í vikunni en hann greinir frá því á Twitter-síðu sinni þar sem hann birtir myndband af sér að keyra torfærubíl. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Hamilton væri staddur á Íslandi og hann hafi horft á leik Króatíu og Englands hér á landi.
„Dagsferðin til Íslands var geggjuð, ótrúlega fallegur staður. Kem 100 prósent aftur!“ skrifaði Hamilton við færsluna á Twitter en hann hefur lengi langað að koma til landsins.
Hamilton prófaði íslenska torfæru við mikla hrifningu viðstaddra
My 1 day trip to Iceland this week was epic, what a beautiful place that is. 100% going back! pic.twitter.com/U7grYb8cGt
— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 13, 2018
Dvölin var þó stutt því Hamilton var mættur til London degi síðar til að horfa á vinkonu sína Serenu Williams keppa í úrslitaleik Wimbledon-mótsins
Wasn’t the result you wanted @serenawilliams but we are so proud of you. You inspire us all. ?? #proud #goat #serenalove #annawintour #wimbledon pic.twitter.com/DYUcknPEe3
— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) July 14, 2018