Auglýsing

Liam Gallagher reyndi að sættast við bróður sinn og fá Oasis aftur saman á Twitter: „Ég tek þessu þá sem NEI“

Stórhljómsveitin Oasis hætti störfum fyrir tæpum 10 árum þegar upp úr sauð á milli bræðranna og forsprakka hljómsveitarinnar Liam og Noel Gallagher. Síðan þá hafa aðdáendur sveitarinnar vonast eftir endurkomu hljómsveitarinnar en hvorugur bróðirinn er tilbúinn að rétta fram sáttarhönd, þar til í gær. Öllum að óvörum reyndi Liam að ná til bróður síns Noels á Twitter og kallaði eftir því að þeir bræður græfu stríðsöxina.

Oasis sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar en stöðugt ósætti milli bræðranna Liams og Noels setti svip sinn á starf hljómsveitarinnar og varð til þess að hún hætti endanlega árið 2009 eftir rifrildi þeirra bræðra sem byrjaði á því að Liam henti plómu í höfuð Noels. Bræðurnir hafa báðir átt farsæla sólóferla í tónlistinni eftir að hljómsveitin hætti saman.

„Jörð til Noels, hlustaðu drengur. Ég frétti að þú værir að spila á tónleikum þar sem er bannað að drekka áfengi, það er það furðulegasta sem þú hefur gert en þrátt fyrir það fyrirgef ég þér,“ stóð í tísti sem Liam setti á Twitter á fimmtudag.

„Komum Stóra O-inu aftur saman og hættum þessari vitleysu, ég býð í drykki“

Ekkert heyrðist frá Noel…

…og Liam gafst upp í gær eftir að engin svör bárust. „Ég tek þessu þá sem NEI.“ Ætli hljómsveitin komi nokkurn tímann aftur saman?

Twitter-notandinn Johnny  hélt að Liam væri blankur og væri eingöngu að reyna að sættast við bróður sinn til að fá borgað.

Liam blés á þær sögusagnir og sagðist gera þetta frítt, ekki allt snúist um pening

Bræðurnir mættu báðir í spjallþátt Graham Norton með stuttu millibili í fyrra þar sem Graham spurði þá út í hvorn annan.

Liam sagði deilur þeirra bræðra ekki vera grín eins og margir héldu, það væri búið að bjóða þeim milljónir punda fyrir að koma aftur saman en deilan snerist ekki um peninga

Noel kom í þátt Graham nokkrum vikum seinna og sagði að Liam væri heltekinn af honum en þeir gera í því að móðga hvorn annan eða stríða hvorum öðrum þegar þeir fá tækifæri til

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing