Stórhljómsveitin Oasis hætti störfum fyrir tæpum 10 árum þegar upp úr sauð á milli bræðranna og forsprakka hljómsveitarinnar Liam og Noel Gallagher. Síðan þá hafa aðdáendur sveitarinnar vonast eftir endurkomu hljómsveitarinnar en hvorugur bróðirinn er tilbúinn að rétta fram sáttarhönd, þar til í gær. Öllum að óvörum reyndi Liam að ná til bróður síns Noels á Twitter og kallaði eftir því að þeir bræður græfu stríðsöxina.
Oasis sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar en stöðugt ósætti milli bræðranna Liams og Noels setti svip sinn á starf hljómsveitarinnar og varð til þess að hún hætti endanlega árið 2009 eftir rifrildi þeirra bræðra sem byrjaði á því að Liam henti plómu í höfuð Noels. Bræðurnir hafa báðir átt farsæla sólóferla í tónlistinni eftir að hljómsveitin hætti saman.
„Jörð til Noels, hlustaðu drengur. Ég frétti að þú værir að spila á tónleikum þar sem er bannað að drekka áfengi, það er það furðulegasta sem þú hefur gert en þrátt fyrir það fyrirgef ég þér,“ stóð í tísti sem Liam setti á Twitter á fimmtudag.
„Komum Stóra O-inu aftur saman og hættum þessari vitleysu, ég býð í drykki“
Earth to noel listen up rkid I hear your doing gigs where people can't drink alcohol now that's the BeZarist thing you've done yet I forgive you now let's get the BIG O back together and stop fucking about the drinks are on me LG x
— Liam Gallagher (@liamgallagher) July 19, 2018
Ekkert heyrðist frá Noel…
Cmon
— Liam Gallagher (@liamgallagher) July 19, 2018
…og Liam gafst upp í gær eftir að engin svör bárust. „Ég tek þessu þá sem NEI.“ Ætli hljómsveitin komi nokkurn tímann aftur saman?
I'll take that as a NO then as you were LG x
— Liam Gallagher (@liamgallagher) July 20, 2018
Twitter-notandinn Johnny hélt að Liam væri blankur og væri eingöngu að reyna að sættast við bróður sinn til að fá borgað.
Liam blés á þær sögusagnir og sagðist gera þetta frítt, ekki allt snúist um pening
I’d do it for nowt me it’s not all about the money honey
— Liam Gallagher (@liamgallagher) July 20, 2018
Bræðurnir mættu báðir í spjallþátt Graham Norton með stuttu millibili í fyrra þar sem Graham spurði þá út í hvorn annan.